spot_img
HomeFréttirHM: Þýskaland-Japan fyrsti leikur

HM: Þýskaland-Japan fyrsti leikur

{mosimage}

 

 

Heimsmeistarakeppnin í körfuknattleik hefst 19. ágúst og stendur fram til 3. september en keppnin fer fram í Japan. Keppt verður í fjórum riðlum víðsvegar í Japan eins og sést á myndinni hér að ofan.

 

Þó nokkrir æfingaleikir hafa farið fram síðustu daga og vikur og hafa Bandaríkjamenn verið að koma vel út í leikjunum. Nokkra athygli hefur slæleg frammistaða Argentínumanna vakið en þeirra besti leikmaður, Manu Ginobili, telur að liðið eigi meira inni og sýni hvað í sér býr í keppninni.

 

Þjóðverjar ríða á vaðið og eiga fyrsta leik gegn heimamönnum í Japan þann 19. ágúst en samtímis mætast Venesuela og Líbanon.

 

Riðlaskiptingin á HM er eftirfarandi:

 

A-riðill

Argentína

Frakkland

Líbanon

Nígería

Serbía og Svartfjallaland

Venesuela

 

B-riðill

Angóla

Þýskaland

Japan

Nýja Sjáland

Panama

Spánn

 

C-riðill

Ástralía

Brasilía

Grikkland

Litháen

Kvatar

Tyrkland

 

D-riðill

Kína

Ítalía

Puerto Rico

Senegal

Slóvenía

Bandaríkin

Fréttir
- Auglýsing -