spot_img
HomeFréttirHlynur þriðji framlagshæsti í Svíþjóð

Hlynur þriðji framlagshæsti í Svíþjóð

Flest lið í sænsku deildinni hafa nú leikið um 20 deildarleiki og eru landsliðsmennirnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson á toppi deildarinnar með liði sínu Sundsvall Dragons. Drekarnir hafa sex stiga forystu á toppnum en Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins eru með 26 stig í 4. sæti deildarinnar. Hlynur leiðir deildina í fráköstum.
 
Hér að neðan fer listi þar sem við sjáum stöðuna á okkar mönnum í helstu tölfræðiþáttunum.
 
Stigahæstu leikmenn
6. Jakob Örn Sigurðarson – 17,26
22. Hlynur Bæringsson – 14,10
46. Pavel Ermolinskij – 10,22
 
Stoðsendingar
3. Pavel Ermolinskij – 4,89
17. Hlynur Bæringsson – 3,50
18. Jakob Örn Sigurðarson – 3,16
 
Fráköst
1. Hlynur Bæringsson – 10,50
14. Pavel Ermolinskij – 6,67
61. Jakob Örn Sigurðarson – 2,95
 
Framlag
3. Hlynur Bæringsson – 21,65
16. Jakob Örn Sigurðarson – 15,89
19. Pavel Ermolinskij – 15,61
 
Bæði Norrköping og Sundsvall verða á ferðinni á morgun, bæði lið leika á útivelli. Sundsvall heimsækir KFUM Nassjö sem er eitt af nýju liðunum í deildinni en Norrköping mætir LF Basket.
Fréttir
- Auglýsing -