Fyrr í dag varð ljóst að fjórar Evrópuborgir munu saman sjá um riðlakeppnina á Evrópumeistaramótinu 2015. Eins og segir voru það Þýskaland (Berlín), Frakkland (Montpellier), Lettland (Riga) og Króatía (Zagreb) sem öll fá einn riðil hver og úrslitin fara svo fram í Lille í Frakklandi. Karfan.is kannaði viðbrögð landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar við tíðindum dagsins.
Hvernig líst þér á þessa niðurstöðu Hlynur?
Ég vil endilega spila í Þýskalandi, Þjóðverjinn er alltaf með sitt á hreinu. Annars verð ég nokkuð glaður sama hvert þeir senda okkur.
Nú á bara eftir að koma í ljós með hverjum Ísland lendir í riðli og hvar sá riðill muni fara fram.