spot_img
HomeFréttirHlynur sterkur í fyrsta leik með Sundsvall

Hlynur sterkur í fyrsta leik með Sundsvall

 
Sænska úrvalsdeildin hófst í kvöld þar sem þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru í eldlínunni með Sundsvall Dragons. Sundsvall tók á móti ecoÖrebro þar sem lokatölur voru 89-60 Sundsvall í vil. Saman gerðu þeir Hlynur og Jakob 35 stig í leiknum.
Hlynur var stigahæsti leikmaður vallarins með 20 stig og 15 fráköst á 33 mínútum. Jakob lék í tæpar 29 mínútur og gerði 15 stig. Báðir voru þeir félagar í byrjunarliðinu í kvöld.
 
Á sunnudag leikur Helgi Magnússon með Uppsala gegn Jamtland á útivelli en fyrsti leikur Loga Gunnarssonar með Solna Vikings verður 12. október þegar hann fær einmitt Jakob og Hlyn í heimsókn til sín með Sundsvall Dragons.
 
Fréttir
- Auglýsing -