Framherjinn Hlynur Bæringsson er í leikmannahópi Stjörnunnar sem mætir Þór í 12. umferð Dominos deildar karla.
Hlynur að sjálfsögðu ennþá einn besti leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall, að skila 12 stigum og 13 fráköstum að meðaltali í leik það sem af er vetri í sterku liði Stjörnunnar sem eyddi hátíðunum í toppsæti Dominos deildarinnar.
Fari svo að Hlynur spili leik kvöldsins gegn Þór, verður það fjórði áratugurinn sem Hlynur spilar á í efstu deild. Á tíunda áratuginum var hann með Skallagrím, þeim fyrsta á þessari öld með Snæfell og þá þessa síðustu tvo með liði Stjörnunnar.
Þetta jafnar afrek NBA leikmannsins Vince Carter, sem gerði slíkt hið sama er hann lék fyrir sína menn í Atlanta Hawks gegn Boston Celtics á nýju ári, en líkt og Hlynur ruddist hann inn á sjónarsviðið á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar.