spot_img
HomeFréttirHlynur með flest fráköst

Hlynur með flest fráköst

{mosimage}

 (Hlynur Bæringsson)

 Íslenska landsliðið hefur aðeins leikið einn leik í B-deild Evrópukeppninnar eins og sakir standa. Eins og kunnugt er þá lá íslenska liðið gegn Finnum í laugardalshöll á miðvikudag 86-93. Hlynur Bæringsson tók 15 fráköst í leiknum og komst þar á toppinn yfir frákastahæstu menn í B-deildinni yfir flest fráköst að meðaltali í leik.  

Hlynur gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum og það setti hann í fimmta sætið fyrir flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í B-deildinni.

 

Brenton Birmingham er næst stigahæsti leikmaðurinn með 20 stig að meðaltali í leik en muna verður að þetta eru aðeins tölur úr einum leik og munu þessar tölur koma til með að breytast eitthvað eftir leik laugardagsins.

 

Atkvæðamestu menn í B-deild Evrópukeppninnar eru Hanno Möttölä með 21 stig að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson með 15 fráköst að meðaltali í leik og Tom Schumacher frá Lúxembourg með 9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -