spot_img
HomeFréttirHlynur hefur fulla trú á að Ísland geti tryggt sig áfram í...

Hlynur hefur fulla trú á að Ísland geti tryggt sig áfram í 8 liða úrslitin á morgun “Þurfum ekki að eiga einhvern kraftaverkaleik”

Undir 20 ára lið karla mætir Belgíu á morgun miðvikudag kl. 18:30 að íslenskum tíma í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í Gdynia í Póllandi. Til þessa hefur liðinu gengið ágætlega, en þeir enduðu í þriðja sæti riðils síns með einn sigur og tvö töp. Leikur morgundagsins verður í beinu vefstreymi á YouTube rás FIBA.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttaritari Körfunnar í Póllandi ræddi við Hlyn Bæringsson aðstoðarþjálfara Íslands um leikinn mikilvæga á morgun, en með sigri í honum nær Ísland að tryggja veru sína í A deild að ári. Hlynur sagði riðlakeppni mótsins hafa gengið ágætlega hjá liðinu, þar sem nokkrir góðir kaflar hafi verið ásamt nokkrum slæmum. Þá sagði hann mikilvægt að liðið hafi náð að enda í þriðja sæti riðils síns og að liðið þyrfti ekki að eiga einhvern kraftaverkaleik á morgun, en þeir þyrftu þó að vera góðir.

Fréttir
- Auglýsing -