spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHlynur Bærings gat ekki hjálpað sínu liði nema andlega í þessum leik..enda...

Hlynur Bærings gat ekki hjálpað sínu liði nema andlega í þessum leik..enda þreyttur á þann hátt í leikslok “Grunar að það verði nokkrar vikur”

Valur lagði Stjörnuna fyrr í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 79-91.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hlyn Bæringsson leikmann Stjörnunnar eftir leik í MGH, en Hlynur var borgaralega klæddur og tók ekki þátt í leiknum vegna meiðsla.

Þú varst ekki með í kvöld…hvað er að þér??

Ég veit það ekki nákvæmlega enn þá, það er eitthvað í kviðnum eða náranum…

Já…ertu hræddur um að þú verðir frá lengi…erfitt kannski að segja ef þú veist ekki hvað þetta er…!

Ég bara veit það ekki…ég held ekki…mig grunar að það verði nokkrar vikur bara ef ég skít eitthvað út í loftið…en ég hef svo sem engar forsendur til að meta það eitt eða neitt!

Neinei, en það er vonandi að það verði bara sem styst…

Jújú maður vonar það…

…og það má kannski segja að liðið þitt hafi saknað þín alveg sérstaklega á móti andstæðingunum í kvöld, Valsmönnum…?

Ég veit það ekki…já kannski…

…þeir eru stórir og sterkir…

Þeir eru stórir og sterkir og geta skipt mikið, þeir eru með nokkra íþróttamenn innanborðs sem við vorum í basli með, hæðin náttúrulega að gera okkur erfitt fyrir og Callum Lawson var erfiður…

Já hann var helvíti erfiður þarna á póstinum…

Jájá hann var það, setti mörg góð skot en þetta voru samt að hluta skot sem maður vill alveg að hann taki sko…

…jújú eitthvað af þessu voru auðvitað erfið skot..

Jájá, en þeir voru bara öflugir, við byrjuðum vel en svo náðum við ekki að leysa vörnina þeirra á svolítið löngum kafla, það var eiginlega ekki fyrr en það losnaði um Rob þegar þetta var að klárast en við náðum ekki að sprengja þetta upp…

Mér fannst þetta vera svolítið þannig að Valsararnir eru svo helvíti þéttir þarna niðri…

…þeir eru það…

…og það var helst að þið voruð að fá svona hálfopna þrista…fyrstu 4 duttu en næstu 7 af og þá var þetta strax orðið…

…jájá, þeir skipta mikið sem þýðir það að þú færð ekki mikið beint upp úr einhverjum kerfum, frekar að reyna að grípa tækifærið þegar þeir voru seinir að skipta sem gerðist stundum en þeir gera það samt vel og þeir eru margir langir þarna. En við hefðum bara þurft að spila mikið betur, það var einbeitingarleysi í vörninni og samskiptaleysi, fengum t.d. á okkur 8 stig þegar Kristó var að slippa á körfuna og eitthvað svoleiðis…

Já akkúrat, eitthvað sem allir hafa séð trilljón sinnum…

Jájá…

Ég segi svona, hann gerir þetta vel…

…hann gerir þetta vel já, en það er margt sem við hefðum getað gert betur og sama hvort sem ég hefði verið með eða ekki, þetta var bara heildina yfir ekki nógu gott til að vinna leikinn…

…neinei, þið áttuð bara ekki skilið að fá stig út úr þessum leik…

Neinei, við áttum það ekki, þeir voru einfaldlega betri.

En segðu mér, hvernig líst þér á veturinn og hópinn sem þið eruð með?

Bara ágætlega. Við erum með fínt sóknarlið, mér finnst þessir útlendingar sem við fengum vera góðir sóknarmenn. En varnarlega séð höfum við verið á löngum köflum frekar slakir, við höfum frákastað frekar illa, veit ekki hvernig það fór í dag…

…þið voruð mínus 8…

Já…slakt heilt yfir m.v. það sem við höfum gert undanfarin ár.. og vörnin heilt yfir bara ekki nógu góð…

Það vantaði kannski bara smá aggressjón í hana, þetta er bara leikur 5 og allt það en samt…

Jájá, það eru auðvitað ákveðin atriði sem þarf að laga þá og sumt er auðveldara að laga en annað, en nú í byrjun er það vörnin og fráköstin sem valda mér smá áhyggjum sko…við getum alveg skorað, fullt af gaurum hjá okkur sem geta það.

Jájá það eru plúsar og mínusar í þessu eins og alltaf…en þetta verður spennandi og alger veisla…

Já, deildin verður mjög sterk núna, bara alveg fáránlega sterk og fagmenn í öllum liðum.

Sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi og vonandi sjáum við hann í búning sem allra fyrst.

Fréttir
- Auglýsing -