spot_img
HomeFréttirHlynur: Algjör óþarfi að styggja Kobba

Hlynur: Algjör óþarfi að styggja Kobba

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson munu mætast í kvöld þegar Borås Basket kemur í heimsókn til Sundsvall. Þetta verður því í yfrsta skiptið sem þeir mætast frá því Jakob samdi við Borås í sumar. Karfan.is tók stutt spjall við Hlyn í tilefni dagsins.

 

"Já, þetta verður svolítið sérstakt," viðurkenndi Hlynur. "Að spila á móti honum eftir öll þessi ár og ennþá sérstakara fyrir hann að koma hingað eftir 6 ár."

 

Aðspurður hvort hann ætlaði ekki að láta Jakob finna fyrir því þegar hann kæmi inn í teiginn svaraði Hlynur: "Ég veit það ekki, það var regla hjá mér að brjóta aldrei á Kobba eða setja hindrun á hann." Hlynur bjóst við að leyfa honum að hlaupa bara um eins og hann vill. "Algjör óþarfi að vera að styggja hann," bætir hann svo við.

 

En hvernig fer svo leikurinn?

 

"Tja, nú veit ég ekki. Ég ætla samt að skjóta á að við vinnum.
Þeir eru flott lið sem er að gera góða hluti í Evrópu og vonandi hækkum við okkur um eins og eitt level þegar við mætum þeim."

 

Leikurinn hefst kl. 19:00 að sænskum tíma.

Fréttir
- Auglýsing -