spot_img
HomeFréttirHlynur áfram og Kotilla leitar af kana

Hlynur áfram og Kotilla leitar af kana

 hlynur
 Hlynur slæst hér við Yao Ming

Líklegt þykir að landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson snúi aftur til liðs Snæfell eftir eins árs dvöl í Hollandi. Ekki hefur enn rekið á borð til hans tilboð frá erlendum liðum og segir hann í Morgunblaðinu í dag að ef ekki verður af atvinnumennsku þá sé aðeins eitt lið á Íslandi sem komi til greina. Hlynur vandar hinsvegar ekki liði sínu í Hollandi kveðjuna og talar um áhugaleysi og leti hjá liðinu. En hinsvegar hafi allt utan vallar verið til fyrirmyndar. Þetta er vissulega mikill styrkur fyrir lið Snæfells sem hefur einnig endurheimt Sigurð Þorvaldsson tilbaka frá Hollandi einnig. Fyrir höfðu þeir ráðið til sín Geoff Kotilla til þjálfunar liðsins og samkvæmt heimildum leitar hann nú logandi ljósi eftir erlendum leikmanni sem mun henta liðinu. Greinilegt að metnaðurinn er mikill í Hólminum og ætla að gera harða atlögu að "þeim stóra" á komandi tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -