Dagur Kár Jónsson kvittaði undir samning við Grindavík nú í dag og kvaðst spenntur fyrir því að leika með Grindvíkingum. Það er þó tilviljun ein að faðir hans Jón Kr Gíslason stóð í sömu sporum með Ólafi Jóhannssyni þáverandi formanni deildarinnar að skrifa undir samning við Grindvíkinga akkúrat fyrir 20 árum síðan. Dagur segir margar ástæður fyrir því að hann yfirgefi St Francis en aðalega þó að hlutverk hans með liðinu var ekki að þróast í þá átt sem hann hafði vonað. Viðtal við Dag Kár má sjá hér að neðan.