08:00
{mosimage}
(Hjörtur Harðarson, þjálfari Hauka)
Hjörtur Harðarson, þjálfari Hauka, sagði í spjalli við Karfan.is eftir leik Hauka og Keflavíkur í gærkvöldi að liðið þyrfti að gera betur í því að passa boltann.
,, Við þurfum að passa boltann miklu betur heldur en við gerðum hér í kvöld. Ef við getum ekki haldið honum og klárað okkar sóknir þá er erfitt að vinna leiki.”
Hjörtur sá þá nokkra ljósa punkta í leiknum. ,,Liðið var að frákasta betur heldur en þeir hafa gert og það er jákvætt.” En Haukaliðið hefur átt í vandræðum með fráköstin í vetur.
Keflavík vann leikinn 96-80 – tölfræði leiksins.