Þessa stundina er Karfan stödd í Kisakallio í Finnlandi þar sem að Norðurlandamót yngri 16 og 18 ára landsliða fer fram. Leikar hófust í dag gegn Noregi, en þegar að þessi frétt er skrifuð er enginn leikja Íslands búinn.
Mikið af þjálfurum fylgja liðunum fjórum, þrír í heildina fyrir hvert lið. Karfan settist niður með aðalþjálfara undir 16 ára liðs drengja, Hjalta Vilhjálmssyni og ræddi við hann um verkefnið sem er í hönd og það sem tekur við hjá honum eftir að landslið hans lýkur leik í sumar, en hann tók við liði Keflavíkur í Dominos deildinni í byrjun sumars.
Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór
Dagskrá:
00:00 – Létt hjal
01:30 – Ferill Hjalta
12:00 – Meistari með KR
19:00 – Hjalti tekur við Keflavík
30:00 – U16 verkefni drengja