Íslenska karlalandsliðið lagði í kvöld Danmörku í öðrum leik sínum í forkeppni undankeppni HM 2023, 70-91. Leikið er í sóttvarnarbúbblu í Podgorica í Svartfjallalandi, en áður hafði liðið tapað opnunarleik riðilsins fyrir heimamönnum í gær. Tveir leikir eru þá eftir hjá Íslandi, en þeir eru eftir helgina, aftur, gegn Svartfellingum og Dönum.
Fréttaritarar Körfunnar í Svartfjallalandi ræddu við Hjalta Þór Vilhjálmsson aðstoðarþjálfara liðsins eftir leik í Bemax höllinni í Podgorica.