Þjálfari Keflavíkur Hjalti Vilhjalmsson staðfesti rétt í þessu að tímabilið sem var að enda fyrir hann og hans menn hefði verið hans síðasta fyrir félagið, en liðið tapaði í kvöld í fjórða leik 8 liða úrslita fyrir Tindastóli í Síkinu og einvíginu í heild 3-1.
Hjalti tók við Keflavík fyrir tímabilið 2019-20 og fyrir utan síðasta tímabil, þar sem liðið endaði í fimmta sæti deildarkeppninnar, hefur liðinu ávalt tekist að vera í efstu fjórum sætum úrvalsdeildarinnar. Bestur var árangur liðsins undir hans stjórn árið 2021, þar sem þeir unnu deildarkeppnina, en í öðru sæti úrslitakeppninnar eftir 3-1 tap fyrir Þór í úrslitum.