spot_img
HomeFréttirHjalti: Boltinn gekk og skotin voru að detta

Hjalti: Boltinn gekk og skotin voru að detta

Fjölnir hreinlega rúllaði yfir ÍA í 3. leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar. Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis var ánægður með sína menn í lok leiks.

 

"Já, þetta var allt annað," sagði Hjalti í stuttu spjalli við Karfan.is eftir leik. "Við náðum að hlaupa okkar leik og náðum að halda tempóinu."  Hann sagði Fjölni hafa byrjað á að hitta illa en "þeir héldu áfram og sjálfstraustið kom þegar á leið."

 

Hjalti sagði marga leikmenn hafa lagt í púkkið og innkoma leikmanna af bekknum hafi verið til fyrirmyndar. Hvað var það hins vegar sem virkaði í þessum leik sem ekki gekk upp í 2. leiknum?

 

"Við létum boltann ganga mun betur kanta á milli og létum þá hreyfa sig meira varnarlega. Þar að auki vorum við að hitta."

 

Ástæðan fyrir þessari góðu nýtingu hafi verið æfingin fyrir leikinn. "Við æfðum bara skot upp úr því sem þeir eru að gefa og ég held að menn hafi komist í fínan takt fyrir leikinn með því."

 

Hvað á þá að leggja upp með fyrir næsta leik?

 

"Við reynum bara að halda sama plani og takti."

Fréttir
- Auglýsing -