spot_img
HomeFréttirHjalti: Allir tilbúnir og vel gíraðir

Hjalti: Allir tilbúnir og vel gíraðir

Fjölnismenn skutust á topp Domino´s deildar karla í kvöld með öruggum sigri á KFÍ á Ísafirði. Leikurinn var sá fyrsti í annarri umferð deildarinnar og hafa gulir úr Dalhúsum nú unnið tvo fyrstu leiki sína. Sannkölluð óskabyrjun hjá Hjalta Vilhjálmssyni, nýliða á þjálfarastól í efstu deild.
,,Ég bjóst við miklu meiri mótspyrnu og hélt að þetta yrði hörku leikur í kvöld. Við undirbjuggum okkur fyrir það,” sagði Hjalti á heimleið þegar Karfan.is náði tali af honum í kvöld.
 
,,Við spiluðum mjög hratt og þeir náðu í raun ekki að halda í við okkur. Fyrsti leikhluti var ekki góður varnarlega af okkar hálfau en svo small þetta og auðveldu körfurnar komu. Vissulega er þetta óskabyrjun og maður getur hreinlega ekki beðið um meira en 4 stig eftir tvo leiki,” sagði Hjalti og var ánægður með heildarframlagið.
 
,,Ég spila jafnt á mönnum og þeir sem komu inn voru að skila sínu, menn voru allir tilbúnir og vel gíraðir í leikinn. Það er erfitt að taka einhvern einn út en Árni var mjög góður, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Hjalti sem innleiddi Sylvester Spicer í leik Fjölnis í kvöld en sá er bandarískur og kom til landsins í gær.
 
,,Spicer er nýlentur svo ég spilaði honum lítið í fyrri hálfleik en slatta í þeim síðari. Hann var í smá aukahlutverki í kvöld og engar áherslur tengdar honum í leiknum. Mér leist þó vel á það sem hann sýndi.”
 
Mynd/ Björn Ingvars – Nýliðinn Hjalti fer vel af stað sem úrvalsdeildarþjálfari.
  
Fréttir
- Auglýsing -