Íslenska karlalandsliðið undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaleiki sína í undankeppni HM 2023. Þar mætir liðið Spáni heima komandi fimmtudag 23. febrúar áður en liðið ferðast til Georgíu til þess að mæta heimamönnum 26. febrúar.
Íslenski hópurinn var tilkynntur á dögunum, en ein breyting hefur nú verið gerð á honum þar sem leikmaður Íslandsmeistara Vals Hjálmar Stefánsson hefur verið boðaður til æfinga. Hópurinn fer því úr 15 leikmönnum í 16, en til hvers leiks verða svo skráðir 12 leikmenn.
Íslenski hópurinn:
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)
Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)
Hjálmar Stefánsson · Valur (19)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (23)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (129)
Kári Jónsson · Valur (30)
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi (15)
Kristófer Acox · Valur (50)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (52)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (26)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (7)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (56)
Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (9)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (78)
Meiddir: Martin Hermannsson, Valencia á Spáni, og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, eru báðir meiddir að þessu sinni og ekki leikfærir.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil