spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHjálmar Stefánsson mætti heldur betur tilbúinn í leikinn gegn KR "Boltarnir duttu...

Hjálmar Stefánsson mætti heldur betur tilbúinn í leikinn gegn KR “Boltarnir duttu mín megin”

Valur jafnaði átta liða úrslita einvígi sitt gegn KR í gærkvöldi með góðum sigri á KR í DHL Höllinni, 84-85, en næsti leikur liðanna er komandi sunnudag 23. maí kl. 20:15 í Origo Höllinni.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hjálmar Stefánsson, leikmann Vals, eftir leik í Vesturbænum.

Allt að því nauðsynlegur sigur, frábær sigur og þvílíkur leikur og stemnning! Valsararnir búnir að stofna hérna stuðningssveit, þeir eiga kannski svolítið í land en æðislegt samt?

Jájá! Þar er bara æðislegt að fá þessara Valsara hingað núna. Maður fann að þeir komu með jákvæða orku inn í þetta, þetta er akkúrat það sem við viljum sjá.

Já…það er betra að vita að einhver haldi með manni!

Jájá! Mér finnst bara fínt þegar fólk er smá á móti manni, það bara rífur mann áfram!

Þú náttúrulega gengur til liðs við Val á tímabilinu, þú hefur verið rosalega góður varnarlega og ert kannski að komast í betri og betri takt sóknarlega með liðinu?

Jájá. Þegar ég var að taka mína ákvörðun þá var ég bara að horfa á bæði liðin. Haukarnir litu rosalega vel út, voru með glæsilegan hóp. En ég hugsaði bara að koma í hóp með Jóni, Kristó, Pavel, Miguel og öllum þessum gaurum…þeir bara vilja vinna leiki! Þeim er alveg sama hvort þeir eigi frábæran sóknarleik eða ekki, þeir vilja vinna.

…þér leist bara vel á liðið…?

…mér leist mjög vel á liðið og veit að þetta eru menn sem geta kennt mér þetta sem ég tek svo með mér inn í framtíðina.

Jájá, enda held ég að enginn sé að gagnrýna neitt…auðvitað vildu Haukarnir fá þig aftur heim sem er eðlilegt…en þetta er bara eins og gengur.

Ég skal alveg játa það að ég var alveg rosalega svekktur og leiður þegar þetta gerðist…

…erfið ákvörðun?

…jájá. Ég reyndar sagði að þeir myndu halda sér uppi, þeir börðust hörkuvel og ég hélt að þeir myndu ná þessu.

Það vantaði ekki svo mikið upp á hjá þeim…

…neinei.

En að þessum leik, mér sýndist þú hafa bara ákveðið það þegar þú vaknaðir í morgun eða einhvern tímann að þú ætlaðir að verða geðveikur í þessum leik, vera geðveikt ákveðinn og tengdur og taka 10 sóknarfráköst í fyrri hálfleik.

Jájá! Ég hef ekki skoðað þetta allt…en boltarnir duttu mín megin og stundum gerist það!

Já..stundum grípa örlögin í taumana að einhverju leyti.

Akkúrat!

En þetta er svo geggjað! Vonandi eru þrír leikir eftir…

Já…!

…segja hlutlausir allaveganna!

Ég skil það mjög vel!

Það má kannski segja að Valsvörnin var tveimur stigum betri í þessum leik en fyrsta…

Í síðasta leik fannst mér við líka vera skrefi á undan, það eru bara þessi smáatriði…það komu aftur þessi smáatriði núna en þetta datt okkar megin í þetta skipti. Síðasti leikur var ótrúleg skemmtun og þessi var líka ótrúlegur! Ég vona bara að allir séu að fíla þetta!

Já, ég held að það sé alveg ljóst.

Á þessum tímapunkti viðtalsins trufluðu bjánapésar viðtalið með leiðinlegum hrópum að fyrrum KR-ingum í salnum…en við fórum þá aðeins í þá sálma…

Nú ert þú ekki fyrrverandi leikmaður KR eða neitt svoleiðis…og ég myndi vilja tala fyrir því að hætta einhverjum svona leiðindum og bulli…við erum væntanlega sammála um það að allir ættu bara að einblína á það að hafa gaman af seríunni!

Já, ég meina..eins og síðasti leikur sem tapaðist hjá okkur…mér fannst þetta ógeðslega skemmtilegur  körfuboltaleikur þó það hafi ekki fallið okkar megin…og sama með leikinn í kvöld. Ég held að ég geti alveg sagt það fyrir hönd þeirra sem eru að spila að þeir eru að hugsa það sama. Sama hvort liðið fer áfram, þetta er bara ógeðslega skemmtilegt og góð skemmtun.

Nákvæmlega! Ég er svo peppaður að ég er búinn að vera á útopnu í allan dag!

Þetta er körfubolti og við eigum að njóta þess að við getum spilað.

Einmitt, ég heimta skemmtilegan leik næst og heimta eiginlega líka þrjá leiki í viðbót, hvort sem þér líkar betur eða verr!

Með þessu áframhaldi gæti það alveg gerst!

Sagði Hjálmar Stefáns, en ljóst er að þessi náungi er alger hvalreki fyrir Valsmenn.

Fréttir
- Auglýsing -