Þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson hafa skrifað undir samning hjá nýju liði Vestra. Leikmennirnir eru báðir uppaldir í Grindavík og unnu t.a.m. þann stóra með unglingaflokk fyrr í mánuðinum.
Nökkvi ætti að vera öllum kunnur fyrir vestan, en hann spilaði með meistaraflokk K.F.í. á síðasta tímabili. Þar kom hann við sögu í 23 leikjum, þ.ám. var hann í byrjunarliðinu í 19 skipti. Hinrik lék hinsvegar með Grindavík á síðasta tímabili. Hjá þeim kom hann við sögu í 22 leikjum. Einnig er hann hluti af U-20 ára landsliði Íslands.
Hérna er meira um félagaskiptin.