spot_img
HomeFréttirHinn ungi Kristinn Pálsson í viðtali

Hinn ungi Kristinn Pálsson í viðtali

 Hinn 15 ára gamli leikmaður Njarðvíkinga Kristinn Pálsson mun halda til Ítalíu nú í ágúst þar sem hann mun dveljast næsta skólaárið og stunda nám í grennd við Rómarborg. Þar mun hann einnig æfa körfuknattleik með liði Stella Azzura.  Kristinn hefur nú þegar farið til Ítalíu tvisvar áður og nú síðast var hann í æfingabúðum með liðinu í þrjár vikur nú í sumar. 
 
Þeir hjá Stella Azzura virðast vera mjög spenntir að fá Kristinn til sín og á heimasíðu þeirra er nú hægt að skoða viðtal við piltinn þar sem hann segir frá hvaða ástríða hans að körfuboltanum kviknaði og einnig aðeins frá framtíðardraumum kappans en hún liggur vestur á bóginn í háskólanám. 
 
Hægt er að skoða viðtalið hér. 
Fréttir
- Auglýsing -