spot_img
HomeFréttirHinn örvhenti Barack Obama sýndi stjörnunum hvernig á að gera þetta

Hinn örvhenti Barack Obama sýndi stjörnunum hvernig á að gera þetta

Óvenjulegur körfuboltaleikur fór fram á dögunum til að fagna afmæli forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Eins og flestir vita er hann dolfallinn körfuboltaaðdáandi en hann lék á sínum yngir árum og þykir liðlegur spilari. Hann tók m.a. þátt í LeBron ævintýrinu í sumar þegar hann hvatti stórstjörnuna að fara til Chicago sem er heimabær forsetans.
Stórstjörnur eins og LeBron James, Dwayne Wade, Carmelo Anthony mættu til að spila körfubolta með forsetanum. Fleiri leikmenn tóku þátt og þeir Chris Paul, Chauncey Billups, Derrick Rose, Grant Hill, Joakim Noah, Shane Battier, Derek Fisher, Magic Johnson, Maya Moore, Alonzo Mourning, Bill Russell, Etan Thomas og David West voru einnig með. Kobe Bryant var einnig á svæðinu en lék ekki með þar sem hann er að jafna sig á aðgerð.
 
Þetta var alvöru stjörnuleikur en forsetinn sjálfur spilaði með en þessi leikur var til heiðurs forsetanum. Fjölmiðlar fengu ekki aðgang að leikvellinum í Washington en einu áhorfendurnir voru slasaðir hermenn.
 
Ástæðan fyrir því að fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir var að forsetinn vildi einfaldlega bara spila körfubolta.
 
Ljósmynd/ Barack Obama að gantast með leikmönnum Chicago þeim Joakim Noah og Derrick Rose.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -