spot_img
HomeFréttirHilmir stórkostlegur er Ísland lagði Makedóníu í næst síðasta leik sínum á...

Hilmir stórkostlegur er Ísland lagði Makedóníu í næst síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Gdynia

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Makedóníu í umspili um sæti 13 til 16 á Evrópumótinu í Gdynia í dag, 116-87. Lokaleik mótsins mun liðið því leika um 13. til 14. sætið og verður sá leikur upp á hvort að liðið heldur sæti sínu í A deildinni á næsta ári.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérlega jafn eða spennandi á lokamínútunum. Það var þó Makedónía sem hóf leikinn betur og leiddu þeir eftir fyrsta fjórðung, 14-20. Þá rankaði íslenska liðið þó við sér tók forystuna og byggði svo bara ofaná hana þangað til leikar enduðu, 116-87.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmir Arnarson með 30 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Honum næstur var Tómas Valur Þrastarson með 17 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Í lokaleiknum á morgun kl. 13:30 mun Ísland leika gegn sigurliðinu úr viðureign Tyrklands og Svartfjallalands, sem á dagskrá er seinna í dag.

Fréttir
- Auglýsing -