spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHilmar Pétursson til Þýskalands

Hilmar Pétursson til Þýskalands

Bakvörður Breiðabliks í Subway deild karla Hilmar Pétursson hefur samið við Muenster í Pro A deildinni í Þýskalandi fyrir komandi leiktíð.

Hilmar er að upplagi úr Haukum, en hefur einnig leikið fyrir Hamar, Keflavík og nú síðast Breiðablik í Subway deildinni, en á síðustu leiktíð skilaði hann 19 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í 22 leikjum fyrir Blika.

Þá hefur Hilmar einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands og nú síðast A landsliðinu í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Lið Muenster er frá samnefndri borg í Norður Rín-Westfalíu í Þýskalandi og leika í Pro A deildinni sem er þýska fyrsta deildin, sem er einni deild neðar en úrvalsdeildin.

Fréttir
- Auglýsing -