Hilmar Pétursson og Munster lögðu Nurnberg í hörkuleik í kvöld í Pro A deildinni í Þýskalandi, 75-70.
Á rúmum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 8 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæsti leikmaður Munster í kvöld.
Eftir leikinn eru Munster í 14. sæti deildarinnar með 10 sigra og 16 töp það sem af er tímabili. Pro A deildin er 18 liða deild og falla tvö lið úr henni í vor. Munster eru þó nokkuð fyrir ofan þessa fallbaráttu, með tveimur sigrum meira en Leverkusen í 11. sætinu og fimm sigrum meira en Schwenningen sem verma botninn.
Þá var Ágúst Goði Kjartansson ónotaður varamaður í sigri Paderborn gegn Kirchheim, 84-80.
Paderborn eru öllu ofar í deildinni, sitja eftir leikinn í síðasta úrslitakeppnissætinu því áttunda með 14 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.