Landsliðsmaðurinn Hilmar Pétursson og félagar í Muenster náðu í fyrsta sigur sinn í Pro A deildinni í Þýskalandi í dag með sigri á Kirchheim Knights, 73-59.
Eftir fyrstu tvær umferðirnar hafa Muenster því unnið einn leik og tapað einum.
Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 7 stigum, 2 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.
Næsti leikur Hilmars og Muenster í deildinni er þann 15. október gegn Bochum.