Hilmar Pétursson og Munster lögðu Kirchheim í Pro A deildinni í Þýskalandi í kvöld, 80-91.
Þá máttu Ágúst Goði Kjartansson og Paderborn þola 13 stiga tap gegn Eisbären Bremerhaven í sömu deild, 66-79.
Eftir leikina eru Paderborn í 9. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Munster er einu sæti neðar með 18 stig.
Á um 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 10 stigum, 3 fráköstum, 6 stoðsendingum og vörðu skoti fyrir Munster. Ágúst Goði lék öllu minna í sínum leik, um 3 mínútur, hafði hægt um sig í stigaskorun, en stal einum bolta.
Eisbären Bremerhaven 79 – 66 Paderborn