Hilmar Pétursson og Munster máttu þola tap gegn Karlsruhe í gærkvöldi í Pro A deildinni í Þýskalandi, 85-62.
Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Hilmar 12 stigum og stoðsendingu.

Nýliðar Munster eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með 11 sigra það sem af er tímabili, en þeir eru enn tveimur sigurleikjum fyrir ofan fallsvæðið.