Valencia mætir liði San Pablo Burgos í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Martin Hermannsson verður að vanda í eldlínunni með liði Valencia en hann verður ekki eini íslendingurinn.
Þær frengir bárust nefnilega í morgun að Hilmar Henningsson verður í leikmannahópi Valencia í fyrsta sinn. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel með unglingaliði félagsins og fær nú verðskuldað tækifæri.
Samkvæmt KKÍ er þetta í fyrsta sinn sem tveir íslendingar eru samherjar í liði í efstu deild á Spáni. Frábær árangur hjá hinum unga Hilmari sem er greinilega að vekja athylgi þar ytra.
Leikur liðanna verður í beinni utsendingu á Stöð 2 Sport kl 18:50. Spennandi verður að sjá hvort þeir frændur verði saman á vellinum.
Vel gert Hilmar Henningsson @HilmarHennings
— KKÍ (@kkikarfa) November 8, 2020
Hann verður í búning í kvöld með aðaliði Valencia í fyrsta sinn og leikur með frænda sínum @hermannsson15 gegn San Pablo Burgos.
Tveir íslendingar saman í liði í fyrsta sinn í efstu deild á Spáni! pic.twitter.com/imVELfn2Uw