Hilmar Pétursson og félagar í Munster höfðu betur gegn Hilmari Smára Henningssyni og ísbjörnunum frá Bremerhaven í Pro A deildinni í Þýskalandi í dag, 89-82.
Hilmar Péturs var næs stigahæstur hjá Munster í leiknum með 17 stig og við það bætti hann 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.
Hilmar Smári átti einnig góðan dag fyrir sína menn í Bremerhaven, með 10 stig, stoðsendingu og stolinn bolta.
Eftir umferðina er Munster í 7. sæti deildarinnar með sjö sigra á meðan að Bremerhaven eru öllu neða í töflunni, í 15. sætinu með þrjá sigra eftir fyrstu 11 umferðirnar.