spot_img
HomeFréttirHilmar fyrir leikina gegn Georgíu og Úkraínu "Held við getum tekið bæði...

Hilmar fyrir leikina gegn Georgíu og Úkraínu “Held við getum tekið bæði þessi lið”

Ísland tekur á móti Georgíu í 2. glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 næsta föstudag 11. nóvember.

Fyrir leikinn er staða Íslands nokkuð sterk í L riðil, liðið er með fjóra sigra, tvö töp og er í 3. sæti, en efstu þrjú lið riðilsins komast á lokamótið, en sigur á föstudag myndi fara langleiðina með að tryggja farmiðann. Seinni leikur gluggans er svo þremur dögum síðar 14. nóvember gegn Úkraínu á þeirra velli í Lettlandi.

Hérna er 16 leikmanna hópur Íslands

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan kom við á æfingu liðsins í gær og spjallaði við Hilmar Pétursson um leikina tvo og hvernig það er að koma inn í íslenska landsliðshópinn. Hilmar hélt til Þýskalands fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa verið stórkostlegur með Breiðablik í Subway deildinni á síðustu leiktíð.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -