Hilmar Pétursson og Munster lögðu Phoenix Hagen eftir framlengdan leik í þýsku b deildinni, 88-92.
Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 20 stigum, 4 stoðsendingum og 2 fráköstum.
Leikurinn var sá fyrsti sem Munster leika í deildinni í vetur, næst leika þeir gegn Frankfurt Skyliners þann 7. október.