Hilmar Pétursson og félagar í Muenster lögðu Leverkusen í þýsku Pro A deildinni, 82-94.
Muenster eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 15 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.
Næsti leikur Muenster er þann 4. nóvember gegn Dusseldorf.