Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Haukum í Maltbikar kvenna
Hvað vann leikinn í kvöld?
Varnarleikurinn, ég er búin að vera ítreka það mikið við þær að bæta varnarleikinn og settum markmið fyrir leikinn að halda þeim undir 70 stigum og við gerðum það. Við erum að fá á okkur 70-80 stig að meðaltali í deildinni sem er alltof mikið þannig að ég held að vörnin hafi kick-að svolítið inn í kvöld og skilað okkur þessum sigri.
Þið hafið núna sýnt fram á að þið getið unnið Hauka tvisvar. Hvað finnst þér það segja?
Deildin er nokkuð jöfn og allir eru að vinna alla. Við erum greinilega með ágætis tök á Haukum í þessum tveimur leikjum en þær eru samt stórhættulegar, getum ekkert farið að slaka á á móti þeim. Þetta fer allt eftir því hvernig lið match-a á móti hvert öðru og við greinilega náum að gíra okkur vel upp í það.
Nú fáið þið dálítið gott frí fyrir næsta deildarleik, hvernig ætlið þið að nýta fríið?
Það verður bara æft af krafti og haldið áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera vel og farið aðeins betur yfir hlutina. Kannski ég gefi eitthvað pínu hlé til að pústa aðeins, það er líka gott fyrir leikmenn að fá að pústa aðeins. Svo förum við bara aftur á fullt.