KR lagði Snæfell í kvöld í 13. umferð Dominos deildar kvenna, 88-53. Eftir leikinn er KR sem áður í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Keflavík, tveimur stigum fyrir aftan Val í toppsætinu. Snæfell er í 6. sætinu, 10 stigum frá sæti í úrslitakeppninni.
Karfan spjallaði við Hildi Björg Kjartansdóttur, leikmann KR, eftir leik í DHL Höllinni.