spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHildur Björg til Belgíu

Hildur Björg til Belgíu

Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir mun halda aftur í atvinnumennsku fyrir komandi tímabil, en Hildur hefur samið við belgíska úrvalsdeildarliðið Namur Capitale um að leika með liðinu í vetur.

Hildur kemur til Namur frá Val þar sem hún hefur leikið frá árinu 2020 en áður lék hún með KR og uppeldisfélagi sínu, Snæfelli, hér á landi.

Lið Namur-Capitale var stofnað árið 2010 með samruna tveggja félaga, Novia og Saint Servaise, og er félagið það sigursælasta í sögu belgísks kvennakörfubolta með 16 meistaratitla. Á síðasta tímabili endaði liðið í þriðja sæti deildakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar en datt út í undanúrslitum gegn liði Mechelen sem síðar varð belgískur meistari.

Fréttir
- Auglýsing -