spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHildur áfram á Spáni

Hildur áfram á Spáni

 

Hildur Kjartansdóttir mun halda sig áfram á Spáni á komandi tímabili en þetta staðfesti hún á Facebook síðunni sinni. „Það er gott að vera á Spáni, næsta skref er ákveðið. Er búin að semja við Celta de Vigo Baloncesto og er spennt að spila með þeim næsta tímabil!“ segir í færslunni en Hildur spilaði með liði Leganés á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 11 stig í leik og tók rúmlega 6 fráköst. 

 

Hildur er 24 ára miðherji og er uppalin í Snæfell þar sem hún varð Íslandsmeistari en eftir ferli hennar hér á landi lauk þá stundaði hún nám í Texas-Rio Grande í Bandaríkjunum og hóf atvinnuferil sinn svo einmitt með Leganés á síðasta tímabili en áður hafði hún skrifað undir samning við Breiðablik um að leika með liðinu í Dominos deildinni. 

Fréttir
- Auglýsing -