spot_img
HomeFréttirHið árlega Póstmót Breiðabliks fer fram í janúar

Hið árlega Póstmót Breiðabliks fer fram í janúar

Hið árlega Póstmót Breiðabliks fer fram helgina 26.-27. janúar næstkomandi.

Mótið er fyrir iðkendur, stráka og stelpur, á aldrinum 6-9 ára en keppt er í 4 aldursflokkum og fer mótið fram í Smáranum. Stig eru ekki talin og verður leikgleðin í fyrirrúmi og allir fá verðlaunapening, eftir að leikjum lýkur á laugardeginum verður boðið uppá troðslusýningu og tónlistaratriði. Einnig verða teknar liðsmyndir af öllum liðum sem hægt verður að sækja endurgjaldslaust.

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 18. janúar en skráningar skilast á netfangið [email protected], taka þarf fram fjölda liða, fjölda iðkanda í hverju liði, kyn og aldur. Þátttökugjald er 3500 kr. á iðkanda.

Mótsreglur:

· Leiktími er 1×12 mínútur

· 3 leikmenn eru inn á í hvoru liði hjá 1-2 bekk

· 4 leikmenn eru inn á í hvoru liði hjá 3-4 bekk

· Skipta má inn á hvenær sem er á leiktímanum

· Leikið er eftir minniboltareglum KKÍ

· Stig eru ekki talin

· Vörn er ekki leyfð fyrir framan miðju

· Ef brotið er á skotmanni er gefið eitt vítaskot

Dómarar Póstmótsins skulu:

· Vera virkir þátttakendur í leiknum og leiðbeina leikmönnum þegar það á við

· flauta hátt og segja leikmönnum skýrt hvað var dæmt og hver eigi boltann

· Ná í boltann við hvern dóm og afhenda í innkasti, gott að leyfa þeim leikmanni sem brotið var á að taka innkastið

· Leiðbeina leikmönnum hvar þeir eigi að standa í vítaskotum

Fréttir
- Auglýsing -