spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Hetju Tyrklands meinað að vera með gegn Íslandi

Hetju Tyrklands meinað að vera með gegn Íslandi

Ísland tekur annað kvöld kl. 19:30 á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrri leikur Íslands og Tyrklands fór fram í Istanbúl fyrir um ári síðan. Fyrir fullri höll þar var Ísland í hörkuleik gegn heimamönnum og virtust vera með unninn leik allt þar til Tarik Biberovic setti niður flautuskot til að vinna leikinn fyrir heimamenn, 76-75. Frammistaða íslenska liðsins í þeim leik þó gífurlega góð, þar sem Kristinn Pálsson, Tryggvi Snær Hlinason, Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson, Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson voru allir stórkostlegir.

Hinsvegar mun vanta í hóp Tyrklands leikmanninn sem bjargaði þeim á heimavelli fyrir ári síðan með sigurskotinu Tarik Biberovic. Tarik er leikmaður Fenerbahce í tyrknesku deildinni og EuroLeague, en félagið leyfði engum leikmönnum sínum að taka þátt í þessum glugga keppninnar. Þetta mun ekki hafa verið afstaða annarra EuroLeague liða, því er lið Tyrklands samt sem áður með marga leikmenn sem leika í deildinni sterku.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Fréttir
- Auglýsing -