spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Hérna er hægt að kjósa Kristinn Pálsson besta leikmann annars landsliðsglugga EuroBasket...

Hérna er hægt að kjósa Kristinn Pálsson besta leikmann annars landsliðsglugga EuroBasket 2025

Íslenska karlalandsliðið gerði ansi vel í öðrum glugga undankeppni EuroBasket 2025. Í fyrri leik gluggans máttu þeir þola tap gegn Ítalíu heima í Laugardalshöll áður en þeir héldu út til Reggio Emilia til að kvitta fyrir tapið með glæsilegum sigri fyrir framan fulla höll.

Af einhverjum hefur sigurinn verið sagður sá stærsti sem landsliðið hefur unnið frá upphafi, en með tilliti til sæta þjóðanna á styrkleikalistum er allavegana um að ræða einn af þeim allra stærstu þar sem fyrir þennan glugga var Ítalía með 5. sterkasta hóp undankeppninnar á meðan Ísland var í 20. sætinu.

Óhætt er að segja að um liðsframmistöðu hafi verið að ræða í sigri liðsins gegn Ítalíu í gær. Samt sem áður var það einn leikmaður, Kristinn Pálsson, sem skaraði framúr samkvæmt vefmiðil FIBA og er því tilnefndur sem einn af bestu leikmönnum þessa annars glugga undankeppninnar. Kristinn átti frábæra tvo leiki fyrir Ísland, skilaði 14 stigum og 3 fráköstum að meðaltali, en í leik gærdagsins var hann með 22 stig þar sem hann klikkaði á aðeins einu skoti.

Ásamt Kristni eru stór nöfn tilnefnd eins of Tornike Shengelia frá Georgíu, Mateusz Ponitka frá Póllandi og Cedi Osman frá Tyrklandi.

Hérna er hægt að kjósa Kristinn

Fréttir
- Auglýsing -