Ísland mun um næstu helgi leika tvo leiki gegn Ítalíu í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudag, en mánudaginn eftir helgi mun liðið leika gegn þeim ytra í Reggio Emilia.
Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn
Fyrir leikina tvo hefur vefmiðill FIBA stillt upp stærstu stjörnu hvers lið og óskað eftir því að almenningur kjósi um stærstu stjörnu gluggans. Fyrir Ísland er tilnefndur bakvörðurinn Elvar Már Friðriksson, en hann hefur verið frábær fyrir íslenska liðið í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar, skilað 14 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Hægt er að kjósa Elvar Már sem skærsutsu stjörnu undankeppninnar hér, en með honum í kjörinu eru stór nöfn eins og Tornike Shengelia frá Georgíu, Mario Hezonja frá Króatíu, Nicolo Melli frá Ítalíu og Cedi Osman frá Tyrklandi.
Hérna er hægt að kjósa Elvar Már