spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Hérna er hægt að kjósa Elvar Már sem skærustu stjörnu undankeppni EuroBasket

Hérna er hægt að kjósa Elvar Már sem skærustu stjörnu undankeppni EuroBasket

Lokaleikir undankeppni EuroBasket 2025 fara fram nú í lok vikunnar, en þar mun Ísland mæta Ungverjalandi í fyrri leik sínum úti áður en liðið ferðast heim til Íslands til þess að loka keppninni með leik gegn Tyrklandi í Laugardalshöll á sunnudaginn.

Í undankeppninni keppa lið Evrópu um 24 sæti í lokamótinu sem fram fer í Lettlandi, Póllandi, á Kýpur og í Finnlandi í lok ágúst.

Hérna er heimasíða mótsins

Þær eru ófáar stjörnurnar sem liðin tefla fram, en vefmiðill FIBA hefur sett saman lista og efnt til kosninga um hver stærsta stjarnan sé. Einn er úr hverju liði og fyrir Ísland er þar Elvar Már Friðriksson, sem hefur verið frábær fyrir íslenska liðið í undankeppninni.

Með Elvari í kosningunni eru ekki minni nöfn en Tornike Shengelia frá Georgíu, Sasha Vezenkov frá Búlgaríu, Mario Hezonja frá Krótaíu og Cedi Osman frá Tyrklandi.

Hérna er hægt að kjósa Elvar Már

Fréttir
- Auglýsing -