spot_img
HomeFréttirHérna er hægt að kjósa Almar Orra eða Tómas Val verðmætustu leikmenn...

Hérna er hægt að kjósa Almar Orra eða Tómas Val verðmætustu leikmenn Evrópumótsins í Rúmeníu

Undir 18 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Rúmeníu.

Liðinu hefur gengið afar vel til þessa, unnið þrjá leiki og aðeins tapað einum í riðlakeppninni, en á morgun leika þeir í átta liða úrslitum mótsins gegn Bosníu kl. 17:15.

Að öðrum ólöstuðum hafa tveir leikmenn íslenska liðsins gert betur en aðrir, leikmaður KR Almar Orri Atlason og leikmaður Þórs Tómas Valur Þrastarson.

Frammistöðum þeirra hafa fleiri tekið eftir, þar sem FIBA setja þá í níu leikmanna úrvalslið riðlakeppninnar. Þar eru þeir með Zinedin Mulic frá Bosníu, Marqus Marion frá Danmörku, Miro Little frá Finnlandi, Diogo Seixas frá Portúgal, Lorenzo Diaconescu frá Rúmeníu og þeim Nils Vahlberg og William Kermoury frá Svíþjóð.

Berjast leikmennirnir níu í netkosningu um titilinn verðmætasti maður mótsins, en hægt er að kjósa Almar Orra eða Tómas Val með hlekknum hér fyrir neðan.

Kosning FIBA á verðmætasta leikmanni Evrópumótsins í Rúmeníu

Fréttir
- Auglýsing -