spot_img
HomeFréttirHerbert: Haukar setja vítin í lokin

Herbert: Haukar setja vítin í lokin

10:30 

{mosimage}

 

 

Röðin í spádómshrynu karfan.is fyrir Lýsingarbikarúrslitin er komin að Herberti Arnarsyni, fyrrum þjálfara KR og leikmanns ÍR. Rétt eins og flestir okkar spámenn trúir Herbert því að ÍR hafi sigur í karlaleiknum og hallast að Haukasigri í kvennaleiknum.

  

Keflvík – Haukar, laugardagur 17. febrúar kl. 14:00

Keflavík-Haukar 77-84

Kvennalið Hauka er gríðarlega skemmtilegt lið sem er vel skipulagt og með góða

leikmenn innanborðs. Þetta verður samt rosalega spennandi leikur og munurinn í

lokin verður 7 stig bara vegna þess að Kef á eftir að brjóta og Haukar auka forskotið þar sem þær koma til með að hitta úr vítum í lokin. Annars verður þetta jafnt allan leikinn.

 

 

ÍR-Hamar/Selfoss, laugardagur 17. febrúar kl. 16:00

ÍR – Hamar/Selfoss 94-86

ÍR man vel hvað það var gaman að vinna bikarinn á móti Hamar 2001 og þeir ætla sér

að endurtaka leikinn. Þetta verður hraður og skemmtilegur leikur og mikið skorað. ÍR trúir því að þeir vinni leikinn enda kemur það á daginn.

 

Sjá spá Signýjar Hermannsdóttur

Sjá spá Harðar Axels

Sjá spá Einars Árna

Fréttir
- Auglýsing -