spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHéraðsbúar með stórsigur í framlengingu

Héraðsbúar með stórsigur í framlengingu

Stjörnumenn tóku á móti Hetti í Subway deild karla í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Fyrir leik voru bæði lið í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar, Stjörnumenn með 14 stig í sjöunda sæti og Höttur með 12 stig í því tíunda.

Héraðsbúar komu vel stemmdir inn í leikinn og höfðu sex stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 14-20. Stjörnumenn sneru hins vegar blaðinu við í öðrum leikhlut og höfðu eins stigs forskot í hálfleik, 41-40.

Í seinni hálfleik voru Stjörnumenn lengst af skrefinu á undan og höfðu þriggja stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 61-58. Það sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluts. Stjörnumenn voru yfirleitt örfáum sporum á undan gestunum, en náðu aldrei að slíta sig frá þeim. Höttur nýtti sér það til hins ítrasta og knúðu fram framlengingu eftir að William Gutenius klikkaði á skoti fyrir sigrinum. Staðan 72-72 og því framlengt.

Í framlengingunni voru gestirnir eina liðið á vellinum. Höttur gekk hreinlega frá Garðbæingum og vann framlenginguna 17-3, og leikinn 75-89.

Stigahæstur gestanna var Tim Guers með 24 stig en hjá Stjörnunni var William Gutenius stigahæstur með 22 stig.

Næsti leikur Stjörnunna er eftir landsleikjahlé, 5. mars á útivelli gegn Grindavík. Sama kvöld tekur Höttur á móti Val.

Fréttir
- Auglýsing -