spot_img
HomeFréttirHér er hægt að kjósa MVP Evrópumótsins í Sarajevo

Hér er hægt að kjósa MVP Evrópumótsins í Sarajevo

 

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í kvöld sigraði liðið sinn fimmta leik á mótinu gegn Kýpur, 88-78, og er því komið með fjóra sigurleiki og aðeins einn tapaðan þegar riðlakeppninni er lokið.

 

Næst mun liðið leika í 8 liða úrslitum gegn heimamönnum í Bosníu á morgun kl. 16:45.

 

Í morgun var sett af stað kosning um leikmann mótsins. Þar er Ástþór Svalason einn þeirra sem tilnefndur er, en hægt er að kjósa á vefsíðu mótsins hér. Ástþór hefur átt afar gott mót til þessa fyrir íslenska liðið, skilað 16 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum á að meðaltali 24 mínútum í leik.

 

 

Smellið hér til að kjósa besta leikmann mótsins

Fréttir
- Auglýsing -