Síðustu vikur hefur verið nokkuð um breytingar hjá liðunum í Iceland Express deild karla. Ekki er loku fyrir það skotið að breytingarnar verði fleiri en Karfan.is tók saman stuttan lista yfir þær breytingar sem orðið hafa á liðunum undanfarið.
Grindavík:
Engar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins
Stjarnan:
Engar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins
Keflavík:
Engar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins
Þór Þorlákshöfn:
Blagoj Janev er kominn til liðsins og út fer Marko Latinovic. Michael Ringgold hefur verið leystur frá störfum og Junior Hairston kemur til liðsins á reynslu.
ÍR:
Engar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins
Fjölnir:
Árni Ragnarsson verður frá leik næstu tvo mánuðina eða svo sökum meiðsla.
KR:
Edward Lee Horton Jr. og David Tairu farnir frá félaginu. KR hefur ráðið þrjá nýja erlenda leikmenn þá Dejan Sencanski frá Serbíu og Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson.
Njarðvík:
Engar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins
Tindastóll:
Trey Hampton fór frá félaginu og í hans stað komu þeir Curtis Allen og svo Myles Luttmann sem leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið á næstu dögum.
Snæfell:
Óskar Hjartarson sagði skilið við Mostra í 2. deildinni og gekk í raðir Snæfells. Egill Egilsson sagði skilið við Hólmara og gekk í raðir Skallagríms í 1. deildinni.
Haukar:
Hayward Fain kom til liðsins þegar Jovanni Shuler fór frá félaginu
Valur:
Létu Darnell Hugee fara.
Mynd/ tomasz@karfan.is – Hrafn Kristjánsson og KR-ingar innleiða þrjá nýja erlenda leikmenn í KR-hópinn nú á síðari hluta tímabilsins.
nonni@karfan.is