00:40
{mosimage}
(Helgi í leik með Þór Ak. á síðasta tímabili)
Helgi Freyr Margeirsson skoraði 15 stig, í sínum fyrsta leik, fyrir Randers í dönsku Úrvalsdeildinni í gærkvöldi, þegar Randers sigraði SISU á heimavelli 104-89. 12 af stigum Helga komu eftir skot utan þriggja stiga línunnar úr 6 skotum.
Hjá Randers eru tveir aðrir Íslendingar, Matthías Rúnarsson og Ágúst Angantýsson en Matthías sat á bekknum allan tímann en Ágúst var ekki í hópnum.