spot_img
HomeFréttirHelgi: Skemmir ekki að þeir spila í svörtu og hvítu eins og...

Helgi: Skemmir ekki að þeir spila í svörtu og hvítu eins og Stórveldið

 
Landsliðsmaðurinn Helgi Magnússon verður áfram í sænsku úrvalsdeildinni í vetur en hann samdi nýverið við 08 Stockholm. Helgi lék á síðasta tímabili með Uppsala Basket og þar áður með Solna Vikings þar sem Logi Gunnarsson leikur núna. Helgi kvaðst spenntur fyrir komandi tímabili og sagði liðið líta nokkuð vel út.
,,Ég er búinn að æfa með þeim nánast allt undirbúningstímabilið og spila með þeim nokkra leiki og liðið lítur nokkuð vel út. Síðustu ár hafa þeir verið í mikilli lægð vegna peningaleysis en í ár ákváðu þeir að leggja aðeins meira í þetta. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara og nokkra nýja leikmenn og þeir hafa háleit markmið fyrir komandi tímabil. Svo skemmir ekki fyrir að þeir spila í svörtu og hvítu eins og Stórveldið.“
 
Mynd/ Helgi Magnússon meun leika með 08 Stockholm í vetur, það verður þriðja liðið hans í Svíþjóð á jafn mörgum árum.
 
Fréttir
- Auglýsing -