spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHelgi Rafn Viggósson leggur skóna á hilluna "Það er ekki hægt að...

Helgi Rafn Viggósson leggur skóna á hilluna “Það er ekki hægt að enda þetta betur”

Tindastóll tryggði sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla með sigri gegn Val í oddaleik, 81-82. Tindastóll er því Íslandsmeistari í fyrsta skipti, en fyrir nákvæmlega ári síðan vann Valur þá í oddaleik um titilinn 2022.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Helga Rafn Viggósson fyrirliða Tindastóls eftir leik í Origo Höllinni.

Í viðtalinu segir Helgi að þetta hafi verið hans síðasti leikur. Þar með er 22 ára feril hans í meistaraflokki lokið, en Helgi lék alla tíð fyrir Tindastól eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -